Þetta hugsa ég...
 

 
"Mér er borið á brýn að ég sé of ungur. En ég get huggað menn með því að það lagast með aldrinum." Ásgeir Ásgeirsson
 
 
Fólk úr ýmsum áttum
  • Kári
  • Kata
  • Konan mín
  • Svenni Stein
  • BB-queen
  • Lóa
  • Lubbs
  • Nielsen
  • Dagga
  • Binni
  • Sös
  • Sp-Egill
  • Krumminn
  • Rauða þruman og félagar
  • Umboðsmaðurinn minn
  • Sundkempan
  • Mamma hennar
  • Matti snillingur
  • Jói
  • Haukur Herbert
  • Vitleysingar
  • Brynja
  • Ágúst Ó.
  • Lúðvík B.
  • Bjöggi G.
  • Össur
  • Tónlistarlinkar:
  • Hitakútsblogg-Hljómsveitin mín
  • Skemmtilegasta band í heimi
  • Frændi minn trúbador
  • Frændi minn trúbador
  • Besta band í heimi
  • Annað áhugavert:
  • Skólinn minn
  • Fólk sem kann að rífa kjaft
  • Boltabjánar
  • Annar boltabjánavefur
  • Erlendur boltabjánavefur
  • Sweet home VeraHvergið
  • Kauptu hjólastól
  • Laggabútur
  • Yndislegi Hamar
  • Flottasta fólk í heimi
  •    
     
    mánudagur, apríl 16, 2007
     
    Lífið
    Síðasta sýning á JCS fór fram í gær... Takk fyrir allir sem unnu að söngleiknum... þvílík reynsla, þvílík skemmtun... þetta er það æðislegasta sem ég hef gert og það held ég aðallega vegna þess að þarna var komið saman rosalegt safn af mjög hæfileikaríku fólki og góðu fólki... takk aftur.

    Söngnámskeið
    Fór á Masterclass námskeið hjá Kristjönu Stefáns um helgina. Þetta var í fyrsta skipti á minni lífsleið sem ég fer í söngkennslu... ótrúlega fræðandi og ótrúlega gott fyrir mann. Maður átti að koma með lag til að vinna með... ég ákvað að taka Líf eftir Stebba Hilmars... því þetta lag verður það fyrsta sem ófætt barn mitt mun heyra þegar það kemur í heiminn. Ég gleymdi hljómablaðinu mínu heima, þrátt fyrir að hafa eytt heillöngum tíma í að pikka lagið upp, skandall... en viti menn píanóleikarinn Aggi(þvílíkur snillingur) kunni það og spilaði það í tóntegund sem hentaði mér mun betur en sú útgáfa sem ég hafði verið að pikka upp.... frábært. Þótti ekki nægilega erfitt fyrir mig.

    "Verður að koma með eitthvað erfiðara" Kristjana
    "Er Creep erfiðara" Sigurjón
    "Já" Kristjana
    "Ok" Sigurjón

    Tók svo Creep og fór með það alla leið... og þá lærði ég t.d. hvernig á að beita sérhljóðunum rétt.

    Lærði mest á því að sjá hvernig Kristjana vinnur með öðrum... punktaði hjá mér allavega 20 punkta sem mér hefði aldrei dottið í hug, og mun pottþétt nýta mér síðar.

    Seinni daginn varð ég að koma með nýtt lag Somewhere only we know... með Keane. Það þótti heldur ekki nægilega erfitt, sem mér hafði fundist vera erfiðasta lagið í Singstar kvöldið áður.

    "Þetta er allt of auðvelt fyrir þig" Kristjana
    "EHH??" Sigurjón
    "Þú hefðir átt að koma með eitthvað þungarokk" Kristjana
    "Geri það bara næst" Sigurjón

    Þetta námskeið kom mér mikið á óvart, maður átti ekki að fá ábendingarnar um það sem vantaði, heldur átti maður sjálfur frekar að benda á það... ég á erfitt með að vinna þannig... því það er enginn dómari í eigin sök... og ég sem hafði aldrei mætt í söngtíma áður á æfinni veit ekki hvað það er sem vantar hjá mér. Ég bara syng... einhvern veginn og það gerir aldrei neinn athugasemd við það.

    Ég ætla annars að koma með yfirlýsingu: Ef leikfélagið í Hveragerði hefði fengið Kristjönu til að taka alla söngvarana í Masterclass fyrir frumsýningu á JCS, þá hefði sýningin hækkað í einkunn um 2 í einkunn... af tíu mögulegum.

    Ég ætla að koma með aðra yfirlýsingu: ég er ástfanginn... af Complete Vocal Technique og Kristjönu Stefánsdóttur... sem söngkennara... hún á alveg ótrúlega auðvelt með að koma frá sér orðunum á frábæran máta... og að setja hlutina í samhengi. Hún er bara snillingur.

    Lífið
    Svo ég haldi áfram með ástarjátningar... ég er ástfanginn af konunni minni, vinum mínum, ófæddu barni mínu og lífinu sjálfu...

    LÍF
    Ljós í myrkri, langt og mjótt
    markar upphafið hjá þér.
    Allt í einu ertu kominn inní heiminn, lítill dofinn.
    Dregur andann hið fyrsta sinn

    Þú ert vorið, vindur hlýr
    vekur hjá mér nýja kennd.
    Og ég græt í gleði minni,
    þú gefur mér með návist þinni
    svo miklu meira en trúði ég

    Líf
    ljómi þinn er skínandi skær.
    Líf
    augu þín svo saklaus og tær.
    Fegurra en nokkuð annað.
    Áhrifin ótvíræð:
    ég svíf því ég á þetta líf

    Óskadraumur -ásýnd þín.
    Ekkert jafnast á við það.
    Þó mig þúsund drauma dreymi
    þessa stund ég alltaf geymi
    í mínu sinni, um ókomin ár

    Líf
    ljómi þinn er skínandi skær.
    Líf
    augu þín svo saklaus og tær.
    Fegurra en nokkuð annað.
    Áhrifin ótvíræð:
    ég svíf því ég á þetta líf

    Blogg síðar
    Blogga svo ekki aftur fyrr en ég verð orðinn faðir

     

     
       
      This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

    Home  |  Archives