Þetta hugsa ég...
 

 
"Mér er borið á brýn að ég sé of ungur. En ég get huggað menn með því að það lagast með aldrinum." Ásgeir Ásgeirsson
 
 
Fólk úr ýmsum áttum
  • Kári
  • Kata
  • Konan mín
  • Svenni Stein
  • BB-queen
  • Lóa
  • Lubbs
  • Nielsen
  • Dagga
  • Binni
  • Sös
  • Sp-Egill
  • Krumminn
  • Rauða þruman og félagar
  • Umboðsmaðurinn minn
  • Sundkempan
  • Mamma hennar
  • Matti snillingur
  • Jói
  • Haukur Herbert
  • Vitleysingar
  • Brynja
  • Ágúst Ó.
  • Lúðvík B.
  • Bjöggi G.
  • Össur
  • Tónlistarlinkar:
  • Hitakútsblogg-Hljómsveitin mín
  • Skemmtilegasta band í heimi
  • Frændi minn trúbador
  • Frændi minn trúbador
  • Besta band í heimi
  • Annað áhugavert:
  • Skólinn minn
  • Fólk sem kann að rífa kjaft
  • Boltabjánar
  • Annar boltabjánavefur
  • Erlendur boltabjánavefur
  • Sweet home VeraHvergið
  • Kauptu hjólastól
  • Laggabútur
  • Yndislegi Hamar
  • Flottasta fólk í heimi
  •    
     
    þriðjudagur, maí 15, 2007
     
    Stúlkan...

    ...er eins og demantur/engill/ljós... hún er bara yndisleg, og allt gengur eins og í lélegri lygasögu. Maður hefði aldrei trúað því að þetta myndi ganga svona vel.

    Annað
    Eftir stórkostlegan leiksigur minn hjá leikfélagi Hveragerðis (þeir sem fatta kaldhæðnina rétta upp hönd) hef ég fengið ótrúlega spennandi tilboð um að taka þátt í leiksýningu hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar.

    Hef tekið því og frumsýning er eftir tvær vikur:)

    over and out,
    Grjóni pabbi og smá leikari


    og meðan ég man...
    Legg til að lopapeysuframboðið... þ.e.a.s. helv... Framsóknarflokkurinn verði lagður niður.

    laugardagur, maí 12, 2007
     
    Kosningaspá 2007

    B 12% 8 menn
    D 35,5% 23 menn
    F 5,5 % 3 menn
    I 2% engan mann
    S 28% 18 menn
    V 17% 11 menn

    Stjórn 31 mann
    Stjórnarandstaðan 33 menn

    fimmtudagur, maí 10, 2007
     
    Eurovisionspá

    Áfram í kvöld: Kýpur, Hvíta-Rússland, Sviss, Moldavía, Pólland, Serbía, Andorra, Ungverjaland, Tyrkland og Lettland.

    Svo vinnur Serbía keppnina.

    miðvikudagur, maí 02, 2007
     
    Stúlka fædd

    14 merkur (3560 grömm) og 53 sentimetrar.

    Fæðingin var ótrúleg... tók 11 mínútur á fæðingardeildinni.

    Engin er flottari... alger gullgrís.

    Myndir á blogginu hennar kittýar www.kittysveins.blog.is/album

    Ég er algerlega heillaður af þessu litla ótrúlega fallega og yndislega lífi.

    föstudagur, apríl 27, 2007
     
    Þar sem...

    ...ekkert bólar á erfingjanum verð ég nú að blogga svolítið.

    Rökkennsla 101 fyrir bæjarstjórn Hveragerðis

    Mig langar að benda á eitt... fátt í þessum heimi fer meira í taugarnar á mér en rökvillur í málflutningi... hef mikið þol gagnvart bulli (sem er mjög algengt) . En þegar rökvillur eru annars vegar fæ ég hroll.

    Dæmi 1:

    Persónan... farið er í að rakka persónuna niður... en ekkert er komið að því sem hún segir... mjög algengt í íslenskri pólitík.

    Dæmi 2:
    “Ég veit ekki betur en það sé sýnt og sannað, að svo skal böl bæta með því að benda á eitthvað annað”. Sagði meistarinn í Paradísarfulginum

    Ég var einmitt að lesa þetta. Þar kom minnihlutinn með bendingar á einfaldlega hættulega fjármálastjón núverandi bæjarstjórnar... Mótrökin sem meirihluti bæjarstjórnar komu með voru ekki úthugsaðri en svo að bæjarfulltrúarnir bentu á að framúrkeyrslan hefði verið meiri áður hjá gamla meirihlutanum.

    VÁ!!!! Eru menn ekki betri að sér en svo að fatta að þeir eru með engu að svara gagnrýninni sem kom fram efnislega? Er ekki hættulegt þegar menn leyfa sér að svara alvarlegri gagnrýni með svona hætti?... eða réttara sagt að svara gagnrýni með svona rosalegri rökvillu.

    Ef við gefum okkur það að menn hafi ekki fattað að hér sé um rökvillu að ræða... er illt í efni.
    Ef við gefum okkur það að menn hafi fattað að hér sé um rökvillu að ræða(ég er svo einfaldur að ég trúi ekki öðru en að þau hafi fattað þetta(annað er gersamlega ótrúlegt))... en samt sett þetta fram... er enn verra í efni.

    ...Þú svarar ekki gagnrýni svona

    mánudagur, apríl 16, 2007
     
    Lífið
    Síðasta sýning á JCS fór fram í gær... Takk fyrir allir sem unnu að söngleiknum... þvílík reynsla, þvílík skemmtun... þetta er það æðislegasta sem ég hef gert og það held ég aðallega vegna þess að þarna var komið saman rosalegt safn af mjög hæfileikaríku fólki og góðu fólki... takk aftur.

    Söngnámskeið
    Fór á Masterclass námskeið hjá Kristjönu Stefáns um helgina. Þetta var í fyrsta skipti á minni lífsleið sem ég fer í söngkennslu... ótrúlega fræðandi og ótrúlega gott fyrir mann. Maður átti að koma með lag til að vinna með... ég ákvað að taka Líf eftir Stebba Hilmars... því þetta lag verður það fyrsta sem ófætt barn mitt mun heyra þegar það kemur í heiminn. Ég gleymdi hljómablaðinu mínu heima, þrátt fyrir að hafa eytt heillöngum tíma í að pikka lagið upp, skandall... en viti menn píanóleikarinn Aggi(þvílíkur snillingur) kunni það og spilaði það í tóntegund sem hentaði mér mun betur en sú útgáfa sem ég hafði verið að pikka upp.... frábært. Þótti ekki nægilega erfitt fyrir mig.

    "Verður að koma með eitthvað erfiðara" Kristjana
    "Er Creep erfiðara" Sigurjón
    "Já" Kristjana
    "Ok" Sigurjón

    Tók svo Creep og fór með það alla leið... og þá lærði ég t.d. hvernig á að beita sérhljóðunum rétt.

    Lærði mest á því að sjá hvernig Kristjana vinnur með öðrum... punktaði hjá mér allavega 20 punkta sem mér hefði aldrei dottið í hug, og mun pottþétt nýta mér síðar.

    Seinni daginn varð ég að koma með nýtt lag Somewhere only we know... með Keane. Það þótti heldur ekki nægilega erfitt, sem mér hafði fundist vera erfiðasta lagið í Singstar kvöldið áður.

    "Þetta er allt of auðvelt fyrir þig" Kristjana
    "EHH??" Sigurjón
    "Þú hefðir átt að koma með eitthvað þungarokk" Kristjana
    "Geri það bara næst" Sigurjón

    Þetta námskeið kom mér mikið á óvart, maður átti ekki að fá ábendingarnar um það sem vantaði, heldur átti maður sjálfur frekar að benda á það... ég á erfitt með að vinna þannig... því það er enginn dómari í eigin sök... og ég sem hafði aldrei mætt í söngtíma áður á æfinni veit ekki hvað það er sem vantar hjá mér. Ég bara syng... einhvern veginn og það gerir aldrei neinn athugasemd við það.

    Ég ætla annars að koma með yfirlýsingu: Ef leikfélagið í Hveragerði hefði fengið Kristjönu til að taka alla söngvarana í Masterclass fyrir frumsýningu á JCS, þá hefði sýningin hækkað í einkunn um 2 í einkunn... af tíu mögulegum.

    Ég ætla að koma með aðra yfirlýsingu: ég er ástfanginn... af Complete Vocal Technique og Kristjönu Stefánsdóttur... sem söngkennara... hún á alveg ótrúlega auðvelt með að koma frá sér orðunum á frábæran máta... og að setja hlutina í samhengi. Hún er bara snillingur.

    Lífið
    Svo ég haldi áfram með ástarjátningar... ég er ástfanginn af konunni minni, vinum mínum, ófæddu barni mínu og lífinu sjálfu...

    LÍF
    Ljós í myrkri, langt og mjótt
    markar upphafið hjá þér.
    Allt í einu ertu kominn inní heiminn, lítill dofinn.
    Dregur andann hið fyrsta sinn

    Þú ert vorið, vindur hlýr
    vekur hjá mér nýja kennd.
    Og ég græt í gleði minni,
    þú gefur mér með návist þinni
    svo miklu meira en trúði ég

    Líf
    ljómi þinn er skínandi skær.
    Líf
    augu þín svo saklaus og tær.
    Fegurra en nokkuð annað.
    Áhrifin ótvíræð:
    ég svíf því ég á þetta líf

    Óskadraumur -ásýnd þín.
    Ekkert jafnast á við það.
    Þó mig þúsund drauma dreymi
    þessa stund ég alltaf geymi
    í mínu sinni, um ókomin ár

    Líf
    ljómi þinn er skínandi skær.
    Líf
    augu þín svo saklaus og tær.
    Fegurra en nokkuð annað.
    Áhrifin ótvíræð:
    ég svíf því ég á þetta líf

    Blogg síðar
    Blogga svo ekki aftur fyrr en ég verð orðinn faðir

    mánudagur, apríl 02, 2007
     
    Xfactor
    Vegna annríkis hef ég ekki náð að sjá neinn xfactor úrslitaþátt úr vetrargarðinum... en hef þó getað séð tvo síðustu.

    Flottir þættir. Var vægast sagt ánægður með að sjá Jógvan og Höru(hvernig á maður annars að fallbeygja þetta nafn) fara í úrslit.

    Þær Hara systur eru algjörir snillingar.... og eiga fyllilega skilið að komast í úrslit. Ég hefði viljað sjá þær vinna... sem þær gera ekki... í vændum er mest óspennandi úrslitaþáttur af öllum Idol og Xfactor þáttunum... Því miður. Kannski er maður að bera saman epli og appelsínur.

    JCS
    En ég mun ekki sjá þáttinn á föstudaginn því síðustu sýningar á JCS fara fram sama dag... það er því búið að ákveða að hætta sýningum eftir föstudaginn langa.

     

     
       
      This page is powered by Blogger, the easy way to update your web site.  

    Home  |  Archives